U-19 karla | Öruggur sigur í fyrsta leik
U-19 ára landslið karla lék sinn fyrsta leik á HM í Kaíró í Egyptalandi í morgun. Fyrirfram var lítið við um andstæðingana en Gínea var eitt af fimm liðum frá Afríku í keppninni.
Frá upphafi var ljóst að nokkur getumunur var á liðunum, eftir að jafnt var í stöðunni 3-3 lokuðu íslensku strákarnir vörninni og skoruðu 6 mörk í röð. Töluvert var um mistök hjá báðum liðum en íslenska liðið hélt áfram að bæta í og hafði 11 marka forystu í hálfleik, 20-9.
Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað en eftir því sem leið á héldu strákarnir okkar áfram að bæta í forskotið og þegar höfðu þegar upp var staðið höfðu öruggan 22 marka sigur, 41-19. Jens Sigurðarson var valinn maður leiksins af mótshöldurum en hann lék fyrri hálfleikinn í markinu og átti stórgóðan leik.
Markaskorar Íslands:
Bessi Teitsson 7, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Haukur Guðmundsson 4, Garðar Ingi Sindrason 4, Ingvar Dagur Gunnarsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Daniel Montoro 2, Marel Baldvinsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2 og Andri Erlingsson 1.
Jens Sigurðarson varði 6 skot og Sigurjón Bragi Atlason 5 varði skot.
Þrátt fyrir góðan sigur í dag geta strákarnir okkar leikið mun betur og munu eflaust bæta sinn leik efir því sem líður á mótið. Á morgun bíður leikur gegn Saudi-Arabíu og hefst hann kl. 9.45 að íslenskum tíma, leikir liðsins verða eftir sem áður í beinni útsendingu á youtube-síðu IHF.