Opna Evrópumótið | Tap gegn Spánverjum
U-19 ára landslið karla mætti Spánverjum eftir hádegið í gær, eins og alltaf hafa Spánverjar á frábæru liði að skipa og var því spennandi að sjá hvernig strákunum okkar myndi ganga á móti þeim.
Eftir jafnar upphafsmínútur var það spænska liðið sem tók frumkvæðið og voru mest með 2-3 marka forystu. En góður með góðum kafla undir loka fyrri hálfleiks náðu strákarnir að jafna leikinn, staðan 9-9 eftir 30 mínútur.
Í upphafi síðari hálfleiks gekk allt á afturfótunum og hvert dauðafærið á fætur öðru fór í súginn á meðan Spánverjar byggðu upp ágætis forskot. Það var ekki fyrr en á lokaínútunum að íslenska liðið vann sig aftur inn í leikinn en eftir æsispennandi lokamínútur voru það Spánverjar sem höfðu 2 marka sigur, 17-19.
Markaskorarar Íslands:
Dagur Árni Heimisson 8, Garðar Ingi Sindrason 2, Andri Erlingsson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Bessi Teitsson 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Egill Jónsson 1 og Haukur Guðmundsson 1.
Sigurjón Bragi Atlason varði 8 skot í leiknum og Jens Sigurðarson varði 1 skot.
Í morgum mættur strákarnir Póllandi
Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og lítið var um varnir, jafnt var á með liðunum nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 12-12.
Í upphafi síðari hálfleiks náðu strákarnir okkar fljótlega 3-4 marka forskoti, vörnin og markvarsla voru til fyrirmyndar og nokkur hraðaupphlaup skiluðu liðinu auðveldum mörkum. Að lokum uppskáru strákarnir góðan 4 marka sigur, 26-22.
Markarskorar Íslands:
Ágúst Guðmundsson 7, Bessi Teitsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Andri Erlingsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Garðar Ingi Sindrason 2 og Daníel Montoro 2.
Sigurjón Bragi Atlason varði 5 skot og Jens Sigurðarson varði 2 skot.
Næsti leikur liðsins er gegn Eistlandi og hefst hann kl. 14:30 að íslenskum tíma, eins og áður er bein útsending á ehftv.com.