Mótamál | Aukið svigrúm í leikjaniðurröðun Grill 66 deilda

Haldin var fundur í hádeginu fyrir þau félög sem tefla fram liðum í Grill 66 deild karla og kvenna tímabilið 2025-2026.  Fundurinn kom til vegna óska félaga vegna fastra leikdaga í Grill 66 deildum karla og kvenna.

Þau félög sem voru með fulltrúa á fundinum voru:

Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, Selfoss, Valur og Víkingur

Mótanefnd hefur gefið félögum í Grill 66 deildum aukið svigrúm til að hliðra til leikjum.  Hinsvegar má ekki færa leiki á laugadaga vegna fjölda leikja sem fyrir eru þar sem að Olísdeild kvenna er með fasta leikdaga. Félög geta fært leiki sína 3 daga til eða frá upprunarlegum leikdegi.  

Mótanefnd og skrifstofa HSÍ hefur búið til yfirlitskjal yfir öllum leikjum vetrarins til að komast hjá skörunum sem þessar færslur gætu haft í för með sér. Á það að koma í veg fyrir ágreininga varðandi staðfesta leikdaga í vetur. 

Þetta yfirlitsskjal hafa öll félög í Olísdeildum og Grill deildum fengið, auk skrifstofa HSÍ sem mun hafa yfirumsjón með skjalinu.