Meistarakeppni HSÍ | Stjarnan eru meistarar meistarana 2025
Í kvöld fór fram meistarakeppni HSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar Fram tóku á móti Stjörnunni í Lambhagahöllinni.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en liðin skoruðu sitthvor 15 mörkin á fyrstu 30 mínútunum. Liðin héldu uppteknum hætti í þeim síðari.
Þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum komst Stjarnan marki yfir og tók þá Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og stillti upp í loka sókn. Sú sókn endaði með stangarskoti og Stjarnan vann leikinn, 28-29 í Úlfarsárdal.
Til hamingju Stjarnan