Meistarakeppni HSÍ kvenna | Valur og Haukar mætast 30. ágúst
Búið er að staðfesta leiktíma fyrir Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki en leikurinn fer fram laugardaginn 30. ágúst
Meistarakeppni kvenna fer fram á heimavelli Vals í N1 höllinni, þar leika Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka og hefst leikurinn kl. 16:00.
Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn en leikurinn verð sýndur í beinni útsendingu á Handboltapassanum.