Handboltinn rúllar af stað með Meistarakeppni HSÍ í karla fimmtudaginn 21. ágúst.
Meistarakeppni karla fer fram á heimavelli Fram í Lambhaga höllinni, þar leika Íslands- og bikarmeistarar Fram og silfurlið bikarsins Stjarnan, leikurinn hefst 19:00.
Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn en leikurinn verð sýndur í beinni útsendingu á Handboltapassanum.