Lokaúrslit handboltans eru hafin og spennan er í hámarki. Karlalið Fram er komið í bílstjórasætið og Valsmenn standa með bakið upp við vegg. Með sigri á fimmtudaginn getur Fram tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Í kvöld hefst svo úrslitaeinvígið í Olís-deild kvenna milli Hauka og nýkrýndra Evrópubikarmeistara Vals, auðvitað í opinni dagskrá.

Olís deild kvenna
ÞRIÐJUDAGUR 20. maí
19:30 | VALUR – HAUKAR
FÖSTUDAGUR 23. maí
19:30 | HAUKAR – VALUR
MÁNUDAGUR 26. maí
19:30 | VALUR – HAUKAR
Olís deild karla
FIMMTUDAGUR 22. maí
19:30 | VALUR – FRAM
SUNNUDAGUR 25. maí
18:15 | FRAM – VALUR

Áhorf á þjóðaríþrótt Íslendinga hefur aukist verulega síðustu tvö tímabil eftir tilkomu Handboltapassans. Aðgengi hefur aldrei verið betra en samkvæmt mælingum hafa nær 40.000 áhorfendur fylgst með stærstu leikjum tímabilsins. Nú þegar lokaúrslitin eru hafin mun áhorfið eflaust aukast enn frekar í takti við mikilvægi leikja. Aldrei áður hafa fleiri leikir verið sýndir í beinni útsendingu eða opinni dagskrá og áhorfendur hafa virkilega kunnað að meta útsendingar frá leikjum yngri flokka.