HSÍ | Roland Eradze ráðinn markmannsþjálfari
HSÍ hefur ráðið Roland Val Eradze sem markmannsþjálfara íslenska karlalandsliðsins og markmannsþjálfara yngri landsliða.
Roland hefur undanfarna mánuði starfað í kringum karla landsliðið, en hann var í þjálfarateymi liðsins á síðastliðnu Heimsmeistaramóti.
Síðastliðna mánuði hefur myndast einkar gott samband milli Rolands og markverði íslenska liðsins og því heilla skref fyrir liðið að fá Roland inn í teymið til frambúðar.
Einnig mun Roland sjá um markmannsþjálfun yngri landsliða ásamt því að fylgja eftir ungum og efnilegum íslenskum markvörðum sem valdir eru af afrekssviði HSÍ.
“Að fá Roland inn í yngri landsliðin okkar er heilla skref í okkar vegferð í markmannsþjálfun. Við eigum mikið af efnilegum markvörðum í yngri landsliðum okkar og finnst okkur mikilvægt að bjóða upp á góða þjálfun og eftirfylgni á landsliðsæfingum og þeim verkefnum sem snúa að HSÍ.” Sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, Íþróttastjóri HSÍ.
Velkominn Roland!