Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 100 krakkar æfðu saman
Hæfileikamótun HSÍ fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika og voru yfir 100 krakkar frá öllum aðildarfélögum HSÍ sem tóku þátt, en þetta var í fjórða skipti sem Hæfileikamótun HSÍ er haldin á þessu tímabili.
Háskólinn í Reykjavík sá um mælingar á leikmönnum, landsliðsmenn í U21 árs liðinu mættu og stýrðu æfingu auk þess sem Halldór Stefán Haraldsson hélt fyrirlestur, þar sem HSÍ bauð iðkendum upp á mat og ávexti, en Halldór er margreyndur þjálfari sem þjálfaði meðal í einni sterkustu kvennadeild í heimi, norsku efstudeildinni.
HSÍ þakkar krökkunum fyrir liðna helgi en næsta Hæfileikamótun HSÍ fer fram dagana 23.-25.maí þar sem úrtakshópur verður valinn til þátttöku.