Aganefnd

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 01.11. '22

Róbert Geir Gíslason
rautt spjald

 

Úrskurður aganefndar 1. nóvember 2022

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Ihor Kopyshynskyi leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Harðar og Aftureldingar í Olísdeild karla þann 30.10.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a).  Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Harðar og Aftureldingar í Olísdeild karla þann 30.10.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f).  Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Jóhann Birgir Ingvarsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og FH í Olísdeild karla þann 30.10.2022. Við nánari athugun er það mat dómara að ákvörðunin hafi verið röng og hafa þeir því óskað eftir að draga spjaldið til baka. Fellst aganefnd á það og fellur málið því niður.

Ágúst Birgisson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og FH í Olísdeild karla þann 30.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a).  Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Þór Sæþórsson og Ágúst Karl Karlsson

Nýjustu fréttir

Yngri landslið
HSÍ Lógó
Rautt spjald