Ísland lék síðasta leik sinn í undankeppni EM 2026 gegn Georgíu í Laugardalshöllinni nú fyrr í dag. Fyrir leikinn var Ísland búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Danmörk, Noregi og Svíþjóð.

Sigur Íslands í kvöld var aldrei í hættu en niðurstaðan var 12 marka sigur, 33 – 21 og því fullt taplausir í undankeppninni.

Markaskorarar Íslands í dag voru eftirfarandi:

Orri Freyr Þorkelsson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Janus Daði Smárason 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 2, Ómar Ingi Magnússon 2, Andri Már Rúnarsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Elvar Örn Jónsson 1

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í Íslenska markinu með tæplega 50% vörslu. Ísak Steinsson varði 2 bolta.

Þess má til geta að Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í Íslensku treyjunni og spilaði rúmlega 10 mínútur.

Dregið verður í riðla næstkomandi fimmtudag en þá kemur í ljós gegn hvaða þjóðum Ísland mun leika á Evrópumótinu sem fram fer í janúar 2026.

Takk fyrir stuðninginn,

Áfram Ísland!