Í dag var dregið í riðla fyrir komandi Evrópumót karla sem fram fer í Svíþjóð í janúar. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í Herning, Danmörku.
Ljóst var fyrir dráttinn að Ísland myndi leika riðilinn sinn í Kristianstad.
Ísland leikur í F riðli ásamt Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu.
Miðasala fyrir mótið er hafin og fer fram í gegnum eftirfarandi tengil: https://tinyurl.com/EHF2026-M-ISL