Íslenska U-20 lið karla tekur um helgina þátt í sterku æfingamóti í Sviss.

Auk Íslendinga og heimamanna taka lið Þjóðverja og Spánverja þátt í mótinu.

Mótið er hluti undibúnings liðsins fyrir EM U-20 í Danmörku sem hefst í lok júlí.

Keppnin nefnist Airport trophy og fer fram í Kloten, skammt frá Zurich.

Fyrsti leikur Íslands er á móti Sviss og hefst leikurinn kl 18:15.

Lið Svisslendinga spilaði ásamt Íslandi á HM U-20 í Rússlandi í fyrra og endaði liðið í 9. sæti, missti af sæti í 8 liða úrslitum í leik við Frakka, sem síðan urðu heimsmeistarar.

Upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu mótsins,
http://www.airport-trophy.ch/

Við munum uppfæra stöðuna í leiknum á meðan leik stendur á Twitter og Instagram

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/