Mikið var um dýrðir í góða veðrinu fyrir utan húsakynni ÍSÍ í morgun þegar ráðamenn ríkisstjórnarinnar og ÍSÍ skrifuðu undan nýjan samning um stóraukið fjármagn í afrekssjóð ÍSÍ.

Landsliðsfólk frá fjölmörgum sérsamböndum mætti á staðinn til að fagna undirritun samningsins.

Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ segir m.a.:

“Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 miljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.”