Úrskurður aganefndar 25. apríl 2018.



Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælum Bjarna Fritzsonar sem hann viðhafði eftir leiki ÍBV og ÍR í úrslitakeppni Olísdeildarinnar til aganefndar. Niðurstaða aganefndar er að sum ummæla hans hafi verið ámælisverð og er Bjarni áminntur í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

2.
Kristján Ottó Hjálmsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik HK og KA í mfl. ka. 24.4. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3.
Magnús Stefánsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. 24.4. 2018. Leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann en málinu hefur að öðru leyti verið frestað um sólarhring (skv reglugerð HSÍ um agamál 3. gr. 2. mgr.). Óskað hefur verið eftir greinargerð frá ÍBV vegna málsins og verður það því aftur tekið fyrir á fundi aganefndar á morgun, fimmtudaginn 26.4. 2018.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 26. apríl 2018.