HSÍ hefur samið við HBStatz um opinbera tölfræði á vegum sambandsins fyrir Olís-deildir karla og kvenna.

 

HBStatz er innsláttar- og greiningarkerfi fyrir tölfræði í handbolta. Kerfið er hugsað fyrir þjálfara, fjölmiðla og handboltaáhugafólk almennt. Settur hefur verið upp tölfræðivefur inn á
hsi.is
 þar sem öll tölfræði er aðgengileg. Félögin sjá sjálf um að skrá tölfræðina í gegnum HBStatz. Á tölfræðivefnum, sem er opinn öllum, er einnig hægt að fylgjast með leikjum í beinni tölfræðiútsendingu.

Ólafur Sigurgeirsson er eigandi HBStatz og hefur hann þróað kerfið síðan 2015 en á myndinni má sjá Ólaf og Róbert Geir Gíslason takast í hendur eftir að samningar voru undirritaðir.