Strákarnir okkar mættu Norðmönnum í fyrsta leik Gjensidige Cup í Osló í dag.

Það voru íslensku strákarnir sem leiddu fyrstu mínúturnar leiksins en eftir því sem leið á hálfleikinn náðu Norðmenn betri tökum á leiknum með góðri vörn og markvörslu og sem skilaði þeim mesta fjögurra marka forystu 12-8. Strákarnir okkar náðu þó minnka muninn í 2 mörk áður flautað var til hálfleiks, staðan 14-16 eftir 30 mínútur.

Íslenska liðið minnkaði muninn í 1 mark í upphafi síðari hálfleiks í framhaldi af því komust Norðmenn í þægilega 5 marka forystu. Strákarnir okkar ógnuðu norska liðinu lítið í síðari hálfleik og að lokum höfðum Norðmenn sanngjarnan sigur, 25-31.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Ólafur Guðmundsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Rúnar Kárason 3, Ýmir Örn Gíslason 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Ómar Ingi Magnússon 2, Aron Pálmarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Ólafur Gústafsson 1.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 6 skot í leiknum.

HB-statz tölfræði frá leiknum má finna HÉR.

Mótið heldur áfram á laugardag þegar íslenska liðið mætir Brasilíu kl. 14.30, leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.