A landslið kvenna | Óskar Bjarni ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari

Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Óskar Bjarna Óskarsson í þjálfarateymi A landsliðs kvenna sem aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Hann tekur við hlutverki Ágústs Þórs Jóhannssonar sem lét af störfum fyrr í sumar.

Óskar Bjarni er vel kunnugur landsliðsumhverfinu, en hann hefur um árabil starfað innan þjálfarateyma HSÍ, bæði hjá karla- og kvennalandsliðum. Undanfarin ár hefur hann verið hluti af teymi A landsliðs karla og mun áfram sinna því starfi samhliða nýrri ábyrgð með kvennalandsliðinu.

Hann býr yfir víðtækri reynslu í starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara, þar sem hann hefur áður þjálfað á báðum vígstöðvum, bæði með karla- og kvennalandsliðum Íslands.

Fyrsta verkefni Óskars með Arnar Péturssyni, landsliðsþjálfara kvenna, verður í landsliðsviku í september. Þá kemur liðið saman til æfinga og leikur vináttulandsleik gegn Danmörku ytra.