U17 ára landslið karla og kvenna náðu frábærum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Makedóníu.
Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun. Strákarnir unnu Þjóðverja 28-25 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 14-14.
Glæsilegur árangur hjá strákunum sem hafa uppskorið eins og þeir sáðu.
Markaskor
Gunnar Róbertsson 7, Anton Frans Sigurðsson 6, Patrekur Smári Arnarsson 3, Freyr Aronsson 3, Alex Unnar Hallgrímsson 3, Logi Finnsson 3, Bjarki Snorrason 2, Kári Steinn Guðmundsson 1.
Sigurmundur Gísli Unnnarsson varði 14 skot og Anton Máni Francisco Heldersson 6 skot.
______________
Stelpurnar okkar sigruðu Hollendinga 31-26 í leik um 3. sætið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar eftir frábæra frammistöðu og bronsverðlaun þeirra.
Fyrri hálfleikur var í járnum framan af en hollenska liðið náði undirtökunum þegar leið á hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-15.
Jafnt var með liðum í síðari hálfleik en þegar um 50 mínútur voru liðnar tóku okkar stelpur frábæran kafla og sigruðu örugglega 31-26.
Mörk Íslands skorðuðu: Laufey Helga Óskarsdóttir 12, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 5, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Rva Lind Tyrfingsdóttir 2, Hekla Sóley Halldórsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Klara Káradóttir 1, Guðrún Ólafía Marinósdóttir 1.
Í markinu varði Danijela Sara Björnsdóttir 18 skot.
Við óskum þessum frábæru íþróttamönnum innilega til hamingju með árangurinn.
