Strákarnir í U17 ára landsliði karla mættu Ungverjum í dag í undanúrslitum Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu þess dagana.

Það er skemmst frá því að segja að okkar strákar mættu virkilega ákveðnir til leiks og komust til dæmis í 5-1 og aftur í 13-6. Staðan í hálfleik var 25-12. Mestur varð munurinn 14 mörk í síðari hálfleik en lokastaðan 40-32.

Markaskor
Gunnar Róbertsson 12 mörk
Ómar Darri Sigurgeirsson 6 mörk
Freyr Aronsson 4 mörk
Örn Kolur Kjartansson 3 mörk
Kári Steinn Guðmundsson 3 mörk
Logi Finnsson 3 mörk
Patrekur Smári Arnarsson 2 mörk
Alex Unnar Hallgrímsson 2 mörk
Anton Frans Sigurðsson 2 mörk
Bjarki Snorrason 2 mörk
Kristófer Tómas Gíslason 1 mark

Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 10 skot og Sigurmundur Gísli Unnarsson 9 skot.

Úrslitaleikur mótsins fer fram á morgun kl. 12:30 og eins og áður er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á ehftv.com. Andstæðingarnir verða annaðhvort Þjóðverjar eða Króatar.