Strákarnir okkar í U17 ára landsliði karla mættu Króötum í öðrum leik liðsins á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar nú fyrr í dag. Strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 2-0. Íslendingar höfðu frumkvæðið stóran hluta fyrri hálfleiksins en staðan í hálfleik var 12-12. Síðari hálfleikur var eign okkar stráka. Hver vörnin, hver markvarslan og hver sóknin var frábær. Að lokum var stórkostlegur sigur okkar stráka staðreynd, 35-21.
Markaskor
Gunnar Róbertsson – 13 mörk
Anton Frans Sigurðsson – 4 mörk
Patrekur Smári Arnarsson – 3 mörk
Logi Finnsson – 3 mörk
Bjarki Snorrason – 3 mörk
Ómar Darri Sigurgeirsson – 3 mörk
Freyr Aronsson – 2 mörk
Ragnar Hilmarsson – 2 mörk
Alex Unnar Hallgrímsson – 1 mark
Örn Kolur Kjartansson – 1 mark
Markvarsla
Anton Máni Francisco Heldersson 17 skot og Sigmundur Gísli Unnarsson 2 skot.
Næsta verkefni strákanna er strax í dag, miðvikudag, þegar þeir mæta heimamönnum í Norður-Makedóníu kl. 16:15. Við flytjum fréttir af gengi liðsins úr þeim leik á samfélagsmiðlum HSÍ þegar nær dregur.