U-19 kvenna | Tap gegn Noregi
Íslensku stelpurnar í 19-ára liði Íslands léku í dag sinn sjöunda leik á EM. Leikið var gegn sterku norsku liði og endaði leikurinn 34-24 fyrir Noreg eftir að þær leiddu í hálfleik 15-13. Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leiti góður hjá íslenska liðinu og var staðan til að mynda 13-13 þegar lítið var eftir. Liðið spilaði góða vörn og átti góða kafla sóknarlega.
Seinni hálfleikurinn hjá íslenska liðinu var hinsvegar ekki nægilega góður og tapaðir boltar og slök skotnýting urðu liðinu að falli. Þær norsku refsuðu með einföldum hraðaupphlaupum og markvörður liðsins átti mjög góðan dag. Stelpurnar okkar munu því leika um 15.sætið á EM en síðar í dag mun koma í ljós hvort liðið mætir Tyrklandi eða Svíþjóð.
Ásrún Inga Arnarsdóttir var valin maður íslenska liðsins í leiknum.
Markaskor Íslands: Arna Karítas Eiríksdóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1 og Sara Lind Fróðadóttir 1.
Í varkinu varði Elísabet Millý Elíasardóttir 3 bolta og Ingunn María Brynjarsdóttir 2.