Hinn rómaði hlaðvarpsþáttur Handkastið, sem fjallar um íslenskan handbolta, hóf göngu sína sumarið 2017. Nú hafa þeir félagar bætt um betur og flytja nú einnig fréttir á netinu.
www.handkastid.net er vefmiðill sem mun flytja fréttir um handknattleik alla daga ársins. Í upplýsingum miðilsins kemur fram að megin fókus síðunnar sé íslenskur handbolti þar sem stiklað sé einnig á stórum erlendum fréttum.
Það er frábært fyrir handboltaunnendur að fleiri miðlar sérhæfa sig í fréttaflutning um handbolta, það bæði skapar og eykur áhuga.
Við hvetjum alla til að fylgjast með þessum vefmiðli, sem og öllum sem sýna metnað sinn í þeirra umfjöllun sem handboltinn okkar á skilið.