HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa:

KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA – KARLALANDSLIÐ

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2025

Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi og mun nemandi hefja nám strax á haustönn, samkvæmt skóladagatali.

Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:

Nemandi skuldbindur sig til að gera meistaraverkefni sem tengist líkamlegri getu leikmanna karlalandsliðs Íslands í handbolta. Nemandi skrifar lokaritgerð í nánu samstarfi við leiðbeinanda (akademískan starfsmann HR), þjálfarateymi landsliðsins og HSÍ. Nemandi skuldbindur sig jafnframt til þess að kynna niðurstöður meistaraverkefnisins samkvæmt óskum HSÍ.

Nemandi skuldbindur sig til þess að sjá um mælingar á landsliðum karla í handbolta undir handleiðslu þjálfarateymis landsliðanna og kennara íþróttafræðideildar HR á meðan námstíma stendur.

HSÍ og þjálfarateymi þeirra geta óskað eftir því að nemandi sjái um ráðgjöf er varðar líkamlega þjálfun fyrir leikmenn karlalandsliða Íslands. Slík ráðgjöf yrði alltaf í nánu samstarfi við þjálfarateymi og undir handleiðslu kennara íþróttafræðideildar HR.

Nemandi leitast eftir því að vinna eins mörg verkefni á námstíma og mögulegt er í tengslum við karlalandsliðin og veita þjálfarateymi aðgang að verkefnum sínum.

Nemandi skuldbindur sig til þess að ljúka 10 ECTS eininga (250 vinnustundum) verknámi hjá HSÍ á tímabilinu. Verknámið er námskeið og því ólaunað og munu verkefnin verða ákveðin í samráði við nemandann og taka mið af sérhæfingu nemandans.

Nemandi skuldbindur sig til að halda áætlaðri námsframvindu og mæta samviskusamlega í kennslustundir, ásamt því að taka þátt í kynningarstarfi á vegum HR. Dæmi um slíkt væri viðvera á Háskóladeginum, meistaranámskynningar og UT Messan.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupósti til:

hafrunkr@ru.is og hjaltio@ru.is