A landslið karla | Bjarki Már kallaður inn
Snorri Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað inn Bjarka Má Elísson í stað Stiven Tobar Valencia sem hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Bjarki kemur til móts við liðið í dag.
Ísland leikur gegn Bosníu á miðvikudagskvöld ytra, í beinni á RÚV2 klukkan 18:00. Seinasti heimaleikur landsliðsins á árinu fer svo fram í Laugardalshöllinni næstkomandi sunnudag gegn Georgíu. Miðasala er í fullum gangi á stubb.is og mikil eftirspurn hefur verið á miðum.
Við bendum stuðningsmönnum og öllum þeim sem vilja styðja strákana okkar í síðasta verkefni fyrir næsta stórmót að fjölmenna og tryggja sér miða sem fyrst!
Áfram Ísland!