A landslið karla | Átta af tíu stærstu útsendingum ársins frá leikjum liðsins

RÚV birti í dag sinn árlega lista yfir þær íþróttaútsendingar sem fengu mesta áhorfið á árinu sem er að líða. A landsliðið í handbolta trónir á toppnum í ár eins og það hefur gert síðustu fjögur en meðaláhorf á leik Íslands og Frakklands á EM í janúar sl mældist með 45.8% og uppsafnað áhorf var 60.4%.

Landsliðið nýtur greinilegra vinsælda á þjóðinni en liðið raðar sér í átta af tíu efstu sætum listans hjá RÚV.

Listinn er eftirfarandi:
1: Ísland – Frakkland EM 2022 í handbolta, 45.8% meðaláhorf og 60.4% uppsafnað áhorf
2: Argentína – Frakkland, HM í fótbolta, 41.8% meðaláhorf og 61.6& uppsafnað áhorf
3: Ísland – Frakkland EM kvenna í fótolta, 41.4% meðaláhorf og 63.4% uppsafnað áhorf
4: Ísland – Svartfjallaland EM 2022 í handbolta, 40.4% meðaláhorf og 57.4% uppsafnað áhorf
5: Ísland – Holland EM 2022 í handbolta, 39.9% meðaláhorf og 49.6% uppsafnað áhorf
6: Ísland – Danmörk EM 2022 í handbolta, 39.8% meðaláhorf og 55.9% uppsafnað áhorf
7: Ísland – Ungverjaland EM 2022 í handbolta, 39.7% meðaláhorf og 45.3 uppsafnað áhorf
8: Ísland – Króatía EM 2022 í handbolta, 39.0% meðaláhorf og 57.4% uppsafnað áhorf
9: Ísland – Noregur EM 2022 í handbolta, 35.9% meðaláhorf og 57.3% uppsafnað áhorf
10: Ísland – Portúgal EM 2022 í handbolta, 34.3% meðaláhorf og 45.4 uppsafnað áhorf.

Meðaláhorf er átt við áhorf á hverja mínútur leiksins og uppsafnað áhorf þýðir að horft sé í a.m.k. fimm míntur samfleytt.