U-17 karla | Króatía - Ísland í dag
Björn Ingi Jónsson
U-17 karla | Króatía - Ísland í dag
U-17 ára landslið karla leikur í dag sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar gegn Króötum.
Leikurinn er fyrsti leikurinn í riðlakeppni mótsins og hefst kl. 16:30 að staðartíma. Leikirnir á mótinu verða því miður ekki sýndir en HSÍ mun fjalla um leikinn síðar í dag.
Strákarnir funduðu í morgunsárið og eru klárir í slaginn.
Arnar Gunnarsson og Grétar Áki Andersen þjálfarar fara yfir skipulagið.
