Upplýsingar um Evrópumótið sem fram fer í Danmörk, Noregi og Svíþjóð.

EM 2026

Evrópumótið 2026 fer fram í Skandinavíu, en Danmörk, Noregur og Svíþjóð sameinast þegar 24 landslið koma saman. 

Mótið fer fram dagana 15. janúar - 1. febrúar.

Íslenska liðið leikur í F-riðli en hann fer fram í Kristianstad í Svíþjóð.  Leiktíma má finna undir þessum hlekk.

LEIKMENN OG ÞJÁLFARAR Á EM

Milliriðlar

Tvö lið úr riðlinum komast áfram í milliriðla. Verði íslenska landsliðið meðal þeirra mun liðið leika í milliriðlum dagana 23., 25., 27. og 28. janúar í Malmö.

 

Ferðatilhögun

HSÍ stendur ekki fyrir skipulögðum ferðum á Evrópumótið. Sambandið bendir stuðningsfólki á samstarfsaðila sinn, Icelandair, varðandi flugferðir.

Nánari upplýsingar má finna á www.icelandair.is

Miðasala

Miðasala á leiki Evrópumótsins 2026 fer fram í gegnum opinbera miðasölusíðu mótsins. Ekki er hægt að kaupa miða á leiki Íslands á skrifstofu HSÍ.

Hér er hlekkur á miðasölu mótsins

STARFSFÓLK HSÍ Á EM