A landslið kvenna | Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn
Daníel Franz
Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi Heimsmeistaramót. Matthildur bætist við þá 16 leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum.
Stelpurnar okkar hefja undirbúning sinn í dag. Á föstudaginn ferðast hópurinn til Færeyja þar sem þær leika vináttulandsleik gegn heimakonum.
Ísland hefur leik á HM 26. nóvember gegn Þýskalandi.