A landslið karla | Andri Már Rúnarsson kallaður inn
Daníel Franz
Andri Már Rúnarsson, leikmaður Erlangen í Þýskalandi hefur verið kallaður inn í íslenska hópinn. Hann kemur inn fyrir Hauk Þrastarson en hann meiddist í leik gærdagsins gegn Þýskalandi.
Andri kemur til móts við hópinn í dag en framunan er undirbúningur fyrir seinni vináttulandsleik gegn Þýskalandi. Sá leikur fer fram á sunnudag klukkan 16:30 og er í beinni útsendingu á RÚV.