Fréttir

HSÍ l Markaðsstjóri ráðinn til starfa

handbolti2020

HSÍ hefur ráðið nýjan starfsmann á skrifstofu sambandsins.



Það er Kjartan Vídó Ólafsson sem tekur við stöðu markaðsstjóra HSÍ og mun hafa umsjón með markaðs- og kynningarstörfum sambandsins ásamt öðrum tilfallandi störfum.



Kjartan er 39 ára gamall frá Vestmannaeyjum, búsettur í Garðabæ. Kjartan hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum og starfaði nú síðast hjá Guðmundi Arasyni ehf.



HSÍ bindur miklar vonir við ráðningu Kjartans en vill á sama tíma þakka Bjarka Sigurðssyni fyrir vel unnin störf.



Hægt er að hafa samband við Kjartan á netfangið kjartan@hsi.is

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna