Fréttir

Handhafar aðgönguskírteina

handbolti2020

Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleiki Íslands nk. sunnudag verða að sækja miða á leikina á fimmtudaginn milli kl.11.00 og 13.00 á skrifstofu HSÍ.



Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.



ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma.



Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu í leik í undankeppni fyrir Evrópumótið 2014. Stelpurnar okkar eru í hörkubaráttu um að komast á EM og getur þessi leikur ráðið úrslitum. Leikurinn hefst kl.14.30. Síðar um daginn mæta svo strákarnir okkar liði Bosníu Herzegovínu í umspili um laust sæti á HM í Katar 2015. Sá leikur hefst kl.17.00.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
A landslið kvenna
A landslið kvenna
HM 2025 kvenna - hópmynd