Aganefnd Fréttir

Fundur Aganefndar HSÍ, 4. febrúar 2014.

handbolti2020

Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:



1. Heimir Ríkharðsson starfsmaður Vals sýndi af sér óíþróttamannslega framkomu gangnvart dómurum eftir að leik Gróttu og Vals í 3.fl.ka. 25.01.2014 lauk. Málinu var frestað á síðasta fundi. Fyrir aganefnd liggur andsvar Heimis auk skýrslu frá starfsmönnum leiks og breyttrar agaskýrslu frá dómurum. Erfitt er fyrir aganefnd að leggja mat á hver atburðarásin var eftir leik þar sem aðilar eru ósammála um hana auk þess sem dómarar hafa orðið tvísaga í skýrslum sínum. Ljóst er þó að hegðun Heimis eftir leik var engan veginn til fyrirmyndar. Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga sem aganefnd hefur, þykir hæfilegt að úrskurða Heimi Ríkharðsson í eins leiks bann.



Önnnur mál lágu ekki fyrir



Gunnar K. Gunnarsson, formaður

Nýjustu fréttir

Yngri landslið
HSÍ Lógó
Rautt spjald