Coca-Cola bikarinn Fréttir

Dómarar | Anton og Jónas dæma í Köln

handbolti2020

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða í eldlínunni á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu 26. - 27. maí nk.



Þar dæma þeir leik HC Vardar frá Makedóníu og Montpellier HB frá Frakklandi í undanúrslitum en þess má geta að Vardar vann keppnina fyrir ári síðan.



Þetta er mikill heiður fyrir Anton og Jónas en þetta er í annað sinn sem þeir taka þátt í úrslitahelginni. Fyrir 2 árum síðan dæmdu þeir leikinn um þriðja sætið en í þeim leik vann Paris sigur á Kiel.



Við óskum Antoni og Jónasi til hamingju með tilnefninguna og óskum þeim góðs gengis.



Á myndinni hér fyrir neðan sjáum við Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, en á milli þeirra er svo eftirlitsmaðurinn góðkunni Kristján Halldórsson.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna