Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla og kvenna.
Drátturinn fór fram í Smárabíó þar sem fyrirliðar og forráðamenn félaganna voru einnig mættir.
Leikirnir fara fram 5. og 6. febrúar nk. en úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins verður svo 4. - 8. mars í Laugardalshöll.
Coca-Cola bikar kvenna, 8-liða úrslit:
FH - Valur
HK - Fram
ÍR - KA/Þór
Fjölnir - Haukar
Coca-Cola bikar karla, 8-liða úrslit:
Afturelding - ÍR
Haukar - Fjölnir
Stjarnan - Selfoss
ÍBV - FH