Coca-Cola bikarinn Fréttir

Coca Cola bikarinn | Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins 2020

handbolti2020

Það verður sannkölluð handboltahátíð í Laugardalshöll dagana 4. – 8. mars þegar úrslitahelgi Coca Cola bikarsins fer fram. Að sjálfsögðu eru allir leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.




Miðvikudeginum 4. mars verða spiluð undanúrslit kvenna:

Kl. 18.00 KA/Þór - Haukar

Kl. 20.30 Valur - Fram




Fimmtudeginum 5. mars verða spiluð undanúrslit karla:

Kl. 18.00 ÍBV - Haukar

Kl. 20.30 Afturelding – Sjarnan




Aðalhátíðin fer svo fram laugardaginn 7. mars en þá fara fram úrslitaleikir kvenna og karla.

Kl. 13.30 Úrslitaleikur kvenna.

Kl. 16.00 Úrslitaleikur karla.



Að kvöldi föstudagsins 6. mars verður leikið til úrslita í 3.flokki karla og kvenna og sunnudaginn 8. mars verður leikið til úrslita 4. flokki karla og kvenna. Umgjörðin í úrslitum yngri flokka verður ekki síðri en hjá meistaraflokkum og má búast við flottum tilþrifum hjá handboltastjörnum framtíðarinnar.



Hægt er að kaupa miða á leikina á
www.tix.is en frítt er inn á úrslitaleiki yngri flokka.


Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna