HSÍ

Afrekssvið HSÍ | Þórir Hergeirsson ráðinn til starfa

Róbert Geir Gíslason

 

HSÍ hefur ráðið Þóri Hergeirsson til starfa sem faglegur ráðgjafi sambandsins í afreksmálum. Þóri þarf vart að kynna Íslensku þjóðinni en hann hefur þjálfað í Noregi í 39 ár með stórkoslegum árangri.

Um er að ræða nýja stöðu innan HSÍ en tilkynnt var um ráðningu Þóris á fréttamannafundi að Hlíðarenda á Handboltaþingi 2025.

Jón Halldórsson formaður HSÍ stýrði fundinum en auk hans voru landsliðsþjálfarar karla og kvenna, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnar Pértursson, Jón Gunnlaugur Viggósson, Íþróttastjóri HSÍ, Dr. Hafrún Kristjánsdóttir frá HR, Ásgeir Jónsson, varaformaður HSÍ og auðvita Þórir Hergeirsson, faglegur ráðgjafi HSÍ.

Við bjóðum Þóri velkominn til starfa.

Nýjustu fréttir

HSÍ
Handbolti fyrir alla
Aganefnd
Rautt spjald