Yngri flokkar

Yngri flokkar | Úrslitadagur yngri flokka 19. maí

Kjartan Ólafsson

 

Yngri flokkar | Úrslitadagur yngri flokka 19. maí

Sunnudaginn 19. maí fara fram úrslitaleikir yngri flokka í Kórnum. Hér leiða saman hesta sína landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar og má ganga að góðri skemmtun vísri.

Unglingaráð handknattleiksdeildar HK hefur veg og vanda að mótahaldi í ár og verður hvergi slegið slöku við.

Leikjaplan dagsins er eftirfarandi:

Sun 19. maí 2024 12:00 4.fl. kvenna Valur - ÍBV

Sun 19. maí 2024 13:30 4.fl. karla Valur - FH

Sun 19. maí 2024 15:00 3.fl. karla Haukar – Afturelding

Sun 19. maí 2024 17:00 3.fl. kvenna Valur - Fram

Leikirnir verða allir sýndir í beinni útsendingu á Handboltapassanum.

Athygli er vakin á því að verðlaunaafhending fyrir hvern flokk fyrir sig fer fram strax eftir leik. Veitt eru verðlaun fyrir besta leikmanninn, auk silfur og gullverðlauna. Sigurliðið fær bikar til eignar.

Nýjustu fréttir

Aganefnd
Rautt spjald
HSÍ
Handbolti fyrir alla