Fréttir

Yngri flokkar | Fram er Íslandsmeistari í 2. fl. ka.

handbolti2020

Framarar urðu í dag Íslandsmeistarar í 2. fl. karla eftir sigur á Víkingum.



Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 5-0 eftir 8 mínútur en þá tóku Framarar við sér og skoruðu nokkur mörk í röð. Lokamínúturnar voru þó Víkinga sem fóru inn í hálfleik með 4 marka forskot, 15-11.



Framarar tóku mikla skorpu í byrjun síðari hálfleiks, náðu 8-1 kafla og komust í forystu á fyrstu 14 mínútunum. Liðin skiptust á að skora það sem eftir var leiks og vann Fram í lokin öruggan 3 marka sigur 25-22.



Ragnar Þór Kjartansson var valinn maður leiksins en hann skoraði 7 mörk fyrir Fram.




Markaskorarar Fram:

Ragnar Kjartansson 7, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 6, Davíð Reynisson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Svanur Vilhjálmsson 2, Róbert Guðmundsson 2, Guðjón Jónsson 2, Viktor Gísli Hallgrímsson 1,




Markaskorarar Víkings:

Logi Ágústson 6, Birgir Már Birgisson 5, Magnús Karl Magnússon 5, Arnar Gauti Grettisson 2, Arnar Huginn Ingvarsson 1, Arnór Guðjónsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Einar Baldvin Baldvinsson 1



Upptöku af leiknum má finna neðst í fréttinni.


Fram er Íslandsmeistari í 2.ka. #handbolti #urslit17

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on
May 13, 2017 at 10:31am PDT



 

Nýjustu fréttir

HSÍ
Handbolti fyrir alla
Aganefnd
Rautt spjald