U-2004 karla Yngri landslið

U-20 karla | Svíar of sterkir

Herbert Ingi Sigfússon

 

U-20 karla | Svíar of sterkir

U-20 ára landslið karla kláraði í dag riðlakeppni EM þegar að liðin mætti Svíum í úrslitaleik F-riðils. Það var mikið jafnræði með liðinum í byrjun leiks og hart barist en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 6 – 6. Þá tóku Svíar frumkvæðið og leiddu í hálfleik 15 – 12.

Það voru Svíar sem byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og voru eftir 8 mínútur komnir í 21 – 13 þar sem að strákarnir okkar fóru illa með margar sóknir og fengu hraðaupphlaup í bakið. Aðeins hægðist á Svíum en þeir silgdu öruggum sigri heim þar sem að Ísland náði minnst að minnka í 6 mörk um miðbik hálfleiksins. Lokatölur urðu hinsvegar 33 – 23 sigur Svía.

Mörk Íslands í leiknum gerðu: Reynir Þór Stefánsson 6 mörk, Elmar Erlingsson 4, Birkir Snær Steinsson 2, Össur Haraldsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Andri Fannar Elísson 1, Haukur Ingi Hauksson 1, Eiður Rafn Valsson 1 og Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.

Í markinu varði Breki Hrafn Árnason 11 skot eð 37% á þeim 40 mínútum sem hann spilaði og Ísak Steinsson varði 5 eða 28% á síðustu 20 mínútum leiksins.

Á morgun tekur við hvíldardagur hjá strákunum en svo taka við 8 liða úrslit þar sem að liðið leikur gegn Portúgal, Austurríki og Spáni. Fyrsti mótherjinn er Portugal á mánudaginn kl. 12:20 á íslenskum tíma. Áfram Ísland!

Nýjustu fréttir

A landslið karla
Opin æfing 2026
Yngri landslið
2008-2009 landslið karla