HSÍ leitar að öflugum framkvæmdastjóra sambandsins; úrræðagóðum og sóknarsinnuðum leiðtoga fyrir kraftmikla liðsheild sem lifir fyrir leikinn og vill sækja fram til meiri árangurs og afreka - því við erum hjartað í boltanum!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og tryggja starfsemi sem endurspeglar framtíðarsýn HSÍ
- Daglegur rekstur, skipulag og framkvæmd rekstraráætlana
- Þátttaka í fjármögnun og samningagerð
- Efling traustra tengsla við fjölmiðla, samstarfsaðila og aðildarfélög
- Ábyrgð á markaðsmálum
- Samskipti við erlenda samstarfsaðila
- Utanumhald og skipulag viðburða
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
- Árangursrík reynslu af rekstri, sölu- og markaðsmálum
- Reynsla af samningagerð
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Framsýni, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
HSÍ er hjartað í boltanum og gegnir lykilhlutverki innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hjá sambandinu starfar kraftmikill og reynslumikill hópur við að stilla saman strengi í öllu því sem viðkemur þjóðaríþróttinni.
Umsóknarfrestur er til og með 6. október nk.
Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.