Útbreiðsla | Völsungur hefja skipulagðar æfingar
Jón Gunnlaugur Viggósson
HSÍ í samstarfi við Íþróttafélag Völsungs stóðu fyrir námskeiði dagana 29.-30.ágúst.
Námskeiðið var gríðarlega vel sótt en um 50 krakkar mættu og tóku þátt.
Í kjölfarið hefur Íþróttafélag Völsungs ákveðið að hefja skipulagðar æfingar fyrir 7, 6 og 5.flokk.
Þar með mun þriðja aðildarfélag HSÍ að norðan bætast við en fyrir eru Þór Akureyri og KA.
Til gamans má geta að þjálfarar frá bæði Þór og KA komu að námskeiðinu ásamt sjálfboðaliðum frá Völsungi og greinilegt að vel var haldið utan um námskeiðið.