A landslið kvenna

A landslið kvenna | 16 manna HM hópur klár

Daníel Franz
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landslið kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem spila fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og byrjun desember.
 
Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Leikir Íslands spilast í Stuttgart og eru sem hér segir:
 
Miðvikudagur   26. nóvember    Ísland – Þýskaland
Föstudagur       28. nóvember    Ísland – Serbía
Sunnudagur     30. nóvember    Ísland - Úrúgvæ
 
Liðið kemur saman til æfinga hér heima mánudaginn 16 nóvember. Á leið sinni til Þýskalands spilar liðið æfingaleik við Færeyjar í Færeyjum laugardaginn 22. nóvember.
Hópurinn er eftirfarandi
 
Markmenn
Hafdís Renötudóttir, Valur (70/4)
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (14/0)
 
Aðrir leikmenn
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (9/8)
Andrea Jacobsen, Blomberg-Lippe (66/116)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (12/25)
Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (65/88)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (26/90)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (31/59)
Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (12/25)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (27/17)
Lovísa Thompson, Valur (30/66)
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (3/2)
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (38/155)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (91/197)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (47/68)
Arnar Pétursson
Arnar Pétursson

Nýjustu fréttir

Rautt spjald
Rautt spjald