Aganefnd HSÍ | Úrskurður 30.10. '25
Úrskurður aganefndar 30. október 2025
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
Kristófer Ísak Bárðarson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik ÍBV og KA í Olís deild karla þann 25.10.2025. Dómarar mátu sem svo að brotið falli undir reglu 8:6 b). Í samræmi við 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var handknattleiksdeild ÍBV gefinn kostur á að skila athugasemdum vegna málsins.
Greinargerð handknattleiksdeildar ÍBV hefur borist aganefnd sem hefur kynnt sér þau sjónarmið er þar koma fram sem og myndbandsupptökur af leikbrotinu. Telur aganefnd framangreind gögn ekki gefa tilefni til að hverfa frá mati dómara leiksins á leikbrotinu eins og því er lýst í skýrslu dómara.
Með vísan til framangreinds er leikmaðurinn úrskurðaður í tveggja leikja bann, sbr. 10. gr. reglugerðar um agamál. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 11. gr. sömu reglugerðar.
Leikbannið tekur gildi 31.10
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson