Aganefnd HSÍ | Úrskurður 28.10. '25

Róbert Geir Gíslason
Rautt spjald

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 28.10. '25

Úrskurður aganefndar 28. október 2025

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

1.Natan Theodórsson leikmaður Stjörnunnar 2 hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Stjörnunnar 2 og Víðis í 2. deild karla þann 21.10.2025.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

2.Rakel Sigurðardóttir leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik FH og HK í Grill 66 deild kvenna þann 22.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 1. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Leikbannið tekur gildi 30.10.

3.Baldur Fritz Bjarnason leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Vals og ÍR í Olís deildar karla þann 23.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 d). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

4.Kristófer Ísak Bárðarson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik ÍBV og KA í Olís deild karla þann 25.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b). Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Er það mat aganefndar að brot leikmannsins geti verðskuldað lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál og skal skrifstofa HSÍ tilkynna félaginu um framangreint. Hefur félagið 6 klukkustundir til að skila inn athugasemdum, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar.

Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

5.Birkir Benediktsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik FH og Hauka í Olís deild karla þann 23.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 1. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Leikbannið tekur gildi 30.10.

6.Alexander Ásgrímsson leikmaður Víðis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Víðis og ÍR 2 í 2. deild karla þann 26.10.2025.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson

Nýjustu fréttir

A landslið karla
A landslið karla
A landslið kvenna
A kvenna - staff