Aganefnd HSÍ | Úrskurður 16.09. '25
Úrskurður aganefndar 16. september 2025
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
-
Aganefnd hefur borist erindi frá málskotsnefnd HSÍ, þar sem nefndin ákvað að vísa til aganefndar HSÍ leikbroti Ásgeirs Snæs Vignissonar leikmanns Víkings í leik liðsins gegn Fjölni í Grill 66 deild karla þann 12. september 2025.
Í samræmi við 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er Víkingi veittur frestur til næsta fundar aganefndar til að skila inn greinargerð vegna málsins. Víkingur fær því frest til kl. 12.00, miðvikudaginn 17. september 2025 til að skila inn greinargerð.
-
Pedro Daniel Dos Santos Nunes þjálfari Harðar hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar í leik ÍBV 2 og Harðar í Poweraid bikar karla þann 15. september 2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 1. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Leikbannið tekur gildi 18. september 2025.
-
Skýrsla barst frá dómurum leiks ÍBV 2 og Harðar sem fram fór 15. september 2025 í Poweraid bikar karla. Í skýrslunni kemur fram að leikmaður Harðar, Bragi Rúnar Axelsson, hafi hegðað sér mjög ódrengilega að leik loknum. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Er það mat aganefndar að brot leikmannsins geti verðskuldað lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál og skal skrifstofa HSÍ tilkynna félaginu um framangreint. Hefur félagið 6 klukkustundir til að skila inn athugasemdum, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar.
Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson.