Aganefnd HSÍ | Úrskurður 14.10. '25
Úrskurður aganefndar 14. október 2025
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
-
Tindur Ingólfsson leikmaður Fram 2 hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Víkings og Fram 2 í Grill 66 deild karla þann 11.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
-
Jón Þórarinn Þorsteinsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Selfoss og FH í Olís deild karla þann 13.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
-
Þann 8. október 2025 barst aganefnd HSÍ erindi frá málskotsnefnd HSÍ þar sem vísað var til nefndarinnar leikbroti Ívars Loga Styrmissonar leikmanns Fram í leik liðsins gegn UMFA í Olísdeild karla, þann 2. október 2025.
Í samræmi við 1. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var Fram veittur frestur til kl. 12.00, mánudaginn 13. október 2025 til að skila greinargerð í málinu. Greinargerð Fram hefur borist aganefnd.
Í greinargerðinni er m.a. krafist frávísunar málsins þar málskotið hafi ekki verð sent aganefnd innan þeirra tímamarka sem gilda um slík málskot til nefndarinnar.
Í 2. mgr. 1. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er skýrt kveðið á um að málskoti frá málskotsnefnd HSÍ „ [skuli] beint til aganefndar innan 5 daga frá því að meint alvarlegt agabrot bar við, og skulu almennir frídagar ekki taldir með“. Leikurinn, þar sem umrætt atvik átti sér stað í, fór fram 2. október sl., en málskotið barst til aganefndar þann 8. október sl., eða 6 dögum eftir að atvikið átti sér stað. Á þeim dögum sem um ræðir voru engir almennir frídagar, sem réttlæt geta að erindið barst aganefnd ekki innan þeirra 5 daga sem áskilið er í reglugerðinni enda teljast helgar ekki almennir frídagar í skilningi þess hugtaks í lögum, kjarasamningum og víðar, sbr. m.a. lög nr. 39/1966 um almennan frídag 1. maí. Málskotið er því of seint fram komið og aganefnd óheimilt að taka afstöðu til erindisins.
Máli þessu er vísað frá aganefnd.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson