Fréttir

Janus Daði, Guðmundur Hólmar og Pétur í landsliðshópinn

handbolti2020

Janus Daði Smárason, Guðmundur Hólmar Helgason og Pétur Júníusson hafa verið kallaðir inn í æfingahóp A landsliðs karla.



Snorri Steinn Guðjónsson hefur ekki æft með landsliðinu undanfarna daga og auk þess hafa Vignir Svavarsson og Bjarki Már Gunnarsson glímt við meiðsli. Óvíst er með þátttöku þessara leikmanna í Gulldeildinni í Noregi sem hefst á fimmtudaginn.



Lokahópur fyrir Gulldeildina verður tilkynntur eftir æfingu liðsins í kvöld.

Nýjustu fréttir

A landslið karla
Snorri Steinn Guðjónsson
A landslið karla
A landlsið karla