Fréttir

Haukar Coca Cola bikarmeistarar karla

handbolti2020

Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.



Haukar voru yfir allan fyrri hálfleikinn þó aldrei hafi munað miklu á liðunum. ÍR náði þó að jafna metin fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 11-11.



Kristófer Fannar Guðmundsson kom sterkur inn í mark ÍR sem náði loks að komast yfir í upphafi seinni hálfleiks.



ÍR komst í 15-13 en þá skoraði liðið ekki í rúmar 8 mínútur og Haukar skoruðu sex mörk í röð.



ÍR gafst ekki upp. Liðið lék frábæra vörn og náði að jafna metin í 21-21 þegar skammt var til leiksloka.



Við tók æsispennandi kafli þar sem Einar Pétur Pétursson skoraði sigurmarkið þegar rétt innan við mínúta var eftir.



Bæði lið léku frábæra vörn í leiknum og var viðeigandi að vörn Hauka stöðvaði ÍR í síðustu sókninni og tryggði Haukum sjöunda bikarmeistaratitil félagsins og þann annan á þremur árum.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna