Aganefnd Fréttir

Fundur Aganefndar HSÍ, 03. mars 2015.

handbolti2020

Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:



1. Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Vals fékk útilokun með skýrslu vegna grófs brots á síðustu mínútu fyrri framlengingar í leik Vals og FH í M.fl.ka. 27.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.



2. Drengur Kristjánsson leikmaður Fjölnis fékk útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Fjölnis og KA í 3.fl.ka. 01.03.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.



3. Stefán Hólm leikmaður HK fékk útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik HK2 og KA2 í 3.fl.ka. 01.03.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.


4. Skýrsla barst um útilokun með skýrslu frá leik Gróttu og KR í Mfl.ka. 20.02.2015. Þar sem skýrslan barst löngu eftir að frestur til að skila skýrslu rann út er málinu vísað frá.





Önnnur mál lágu ekki fyrir



Gunnar K. Gunnarsson, formaður.

Nýjustu fréttir

Rautt spjald
Yngri landslið
U20 ára landslið karla valið.